Scott Pros

Engilbert Jensen
Iceland, Reykjavik
Phone: 354 5683949
Email: arvik@arvik.is
View Image
(ICELANDIC): Það er september, 1964 og Hjómar eru með tónleika í Háskólabíói. Engilbert Jensen er að ljúka við að syngja lagið "The House of the Rising Sun". Þegar síðustu tónarnir deyja út, rísa áheyrendur úr sætum sínum og æpa af fögnuði. Engilbert er íslenskum tónlistaraðdáendum að góðu kunnur sem trommuleikari og söngvari með ýmsum hljómsveitum. Lög eins og "Bláu augun þín" og "Þú og ég" þekkja allir. Engilbert er enn að skemmta landsmönnum með söng sínum og hjóðfæraleik, en villtu rokkárin eru að baki. Nú er "Hús sólrisunnar" ekki lengur gleðihús í New Orleans, heldur veiðihúsið við vatnið þar sem vakandi silungur má vara sig á færum veiðimanni, fluguhnýtara og náttúruunnanda.

Engilbert, sem er fæddur árið 1941, byrjaði veiðiskap í æsku, en fluguveiðar hefur hann stundað frá árinu 1974. Engilbert vann sem leiðsögumaður fjögur sumur við Grímsá í Borgarfirði, en uppáhaldslaxáin hans er samt Hofsá í Vopnafirði. Hann hefur hannað ýmsar flugur og þeirra þekktari er getið í bók um norræna fluguhnýtara og fluguveiðimenn sem kom út árið 1996 í Noregi. Má þar nefna Toppfluguna, IFC og fluguna Lonely blue, sem minnir okkur aftur á Engilbert sem söngvara Lónlí Blú Bojs, m.a. í laginu "Er ég kem heim í Búðardal" sem var eitt af nokkrum frægum lögum þeirrar sveitar.

Engilbert smíðar sínar eigin stangir, ef svo ber undir, en fyrsta Scott stöngin sem hann smíðar er ARC 1196/4. Á veturna kennir hann fluguhnýtingar og fluguköst. Hann er einn þeirra sem lúrir ekki á reynslu sinni, heldur miðlar af örlæti af langri veiðireynslu og nákvæmri náttúruskoðun. Hann tekur fluguveiðina alvarlega, virðir náttúruna og skilur ekkert eftir úti í nátturunni nema sporin sín er hann heldur heim að kveldi. Eina undantekningin er stöku fiskur sem hefur barist vel og unnið til frelsis, en getur synt burt, óskaddaður, frelsinu feginn.


*********************************************************************

(ENGLISH): It is September, 1964 and Hjómar, the Icelandic rock group, is holding a concert. As the music stops with Engilbert Jensen singing "The House of the Rising Sun", the audience jumps up, shouting in admiration. Engilbert is a well known musician in Iceland who has played the drums and done the singing with a number of bands and has many melodies to his name. Today he is still singing, but the wild life of rock'n roll is behind him. Now, the house of the rising sun is no longer a house of ill repute, but a cabin at the water where unsuspecting rising trout are soon to be tricked by a master fly tier, fisherman and a student of nature.

Engilbert, born in 1941, started fishing as an infant, and began fly fishing in 1974. He worked for four years as a guide at Grimsa, Iceland's most renowned salmon river, although his favourite river is the Hofsa in Vopnafjördur. He has designed his own flies, the better known being the Topfly, IFC (In the First Cast) and Lonely Blue. These flies and Engilbert were the subject of one chapter in the book "Skandinaviske fluefiskere" (Scandinavian Fly Fishermen) which was published in 1996 in Norway by Naturforlaget.

He also makes his own flyrods, the first Scott project being ARC 1196/4. During the winter he teaches fly casting and fly tying and is generous in sharing his long experience of fly fishing, fly tying, fly casing and his observations of nature with his students. He is a true gentleman at his sport and has great respect for nature. And when he goes home from his fishing, the only thing which he leaves behind are his footprints, and occasionally a fish which has fought well and hard for its freedom and has no problem in swimming away, happily enjoying a new lease on life in the clear waters of Iceland